Fékkstu fyrirkall þar sem þú ert kvaddur til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi?
Þegar einstaklingur fær fyrirkall og ákæru þýðir það að ákæruvaldið telur hann hafa framið refsivert brot og kallar hann fyrir dóm til að svara ákærunni.
Það borgar sig að mæta - og eftir atvikum að fá lögmann skipaðan verjanda. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef það á að hafna ákærunni.
Refsingin sem ákæruvaldið setur fram er almennt fyrirfram ákveðin í lögum og reglugerðum.
Krafa um refsingu ræðst þannig að mestu á alvarleika brotsins.
Ef brotið varðar sex mánaða fangelsi eða minna er líklegt að fyrirkallið sé með texta sambærilegum þessum:
„Sæki ákærði ekki þing, við þingfestingu máls eða á síðari stigum þess, má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður á málið að honum fjarstöddum.“
Þegar farið er fram á refsingu sem er sex mánaða fangelsisvist eða minnna er dóminum heimilt, að öðrum skilyrðum uppfylltum, að dæma málið að ákærða fjarstöddum. Þrátt fyrir að dómara sé þetta heimilt er betra að mæta og eftir atvikum að fá skipaðan verjanda eða lögmann til að mæta með sér.
Ef ofangreindur texti er ekki í fyrirkallinu er líklegt að farið sé fram á refsingu sem er meira en sex mánaðar fangelsisvist. Í slíkum tilvikum er nauðsynlegt að ákærði mætir fyrir dóm, að öðrum kosti verður hann boðaður aftur fyrir dómin og eftir atvikum með atbeina lögreglu.
Það athugast að dómur sem kveður á um allt að 24 mánaða fangelsisvist er hægt að afplána með samfélagsþjónustu. Lesa má um samfélagsþjónustu inn á fangelsi.is: https://www.fangelsi.is/samfelagsthjonusta/
Hafðu samband ef þig vantar aðstoð.




