Samkvæmt 2. mgr. 1. gr.og 9. gr. laga nr. 19/1966 er aðilum utan EES óheimilt að öðlast eignar- eða afnotarétt yfir fasteignum hér á landi nema með sérstöku samþykki ráðherra.
Til þess að undanþága sé veitt þarf viðkomandi annað hvort að vera heimilisfastur á Íslandi eða að hafa umboðsmann með lögheimili í því umdæmi þar sem réttindum yfir fasteigninni er þinglýst.
Við hjá Arnthorsson tökum að okkur að vera slíkir umboðsmenn fyrir erlenda aðila sem hyggjast kaupa lóðir, land eða fasteignir á Suðurlandi.
Hafðu samband ef þú ert með erlendan viðskiptavin sem þarfnast umboðsmanns eða aðstoðar við umsókn um undanþágu.




